Viðskipti erlent

Goldman Sachs fjárfesti fyrir Líbýumenn og tapaði öllu

Bandaríski stórbankinn Goldman Sachs annaðist fjárfestingar fyrir líbýska fjárfestingasjóðinn í miklum mæli árið 2008 og tapaði þeim öllum.

Alls var um að ræða upphæð upp á 1,3 milljarða dollara eða tæplega 150 milljarða kr. Þetta fé notaði Goldman Sachs meðal annars til veðmála á gjaldeyrismörkuðum og til annarra viðskipta. Þegar upp var staðið var bankinn búinn að tapa 98% af upphæðinni.

Þetta kemur fram í úttekt í Wall Street Journal. Þegar tapið lá ljóst fyrir greip stjórn Goldman Sachs til þess ráðs að bjóða Muammar Gaddafi, sem stjórnar líbýska fjárfestingarsjóðnum, að gerast stór hluthafi í Goldman Sachs gegn því að hann útvegaði bankanum 3,7 milljarða dollara.

Fram kemur í Wall Street Journal að það voru Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs og tveir aðrir háttsettir yfirmenn bankans sem stóðu að viðræðunum við Gaddafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×