Viðskipti erlent

Fischer framkvæmdastjóri AGS?

Stanley Fischer
Stanley Fischer Mynd/AP
Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, tilkynnti í gærkvöldi að hann hyggðist sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fischer er ekki ókunnugur stofnuninni, því hann var þar næstráðandi allan seinni hluta tíunda áratugarins. Hann kemur þó til með að þurfa sérstaka undanþágu til að bjóða sig fram, því hann er 67 ára; tveimur árum of gamall til að taka við starfinu samkvæmt reglum sjóðsins.

Fischer er virtur fræðimaður og hefur kennt við háskólann MIT í hátt í 20 ár, en hann hefur einnig hlotið lof fyrir starf sitt í ísraelska seðlabankanum. Þó er talið að honum muni reynast erfitt að afla sér stuðnings arabaþjóða vegna spennunnar fyrir botni miðjarðarhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×