Viðskipti erlent

Bilderberg hópurinn fundar í St. Moritz í Sviss

Hinn árlegi fundur Bilderberg hópsins er hafinn á Suvretta hótelinu í St. Moritz í Sviss.

Frétt á sjónsvarpsstöðinni CNBC hefst á þeim orðum að Dominique Strauss-Kahn verði að sjálfsögðu fjarverandi að þessu sinni en um 120 valdamestu og auðugustu menn heimsins eru til staðar í St. Moritz þar sem þeir ræða um alþjóða- og efnahagsmál.

Bilderberg hópurinn kom fyrst saman árið 1954, aðallega til að berjast gegn kommúnistum. Hlutverk hópsins hefur breyst í gegnum árin og nú eru fundir hans einkum ætlaðir til að efla tengslanet milli hinna valdamiklu og auðugu. Hinsvegar er ætíð mikil leynd yfir því hverjir sitji á þessum fundum og hvað rætt er um.

Þrír Íslendingar hafa setið fundi Bilderberg í gegnum árin, þeir Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherrar og Björn Bjarnason fyrrum dómsmálráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×