Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands 23. júní 2011 14:39 Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar segir að við fjárhagslega endurskipulagningu í júlí 2009 urðu Kaupþing og Commerzbank ráðandi hluthafar í Town & City. Siðan þá hafa hluthafar félagsins fjárfest og stutt við reksturinn en þær aðgerðir hafa aukið verðmæti félagsins og skilað góðri ávöxtun en rekstur T&C hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsstæður. Stonegate var stofnað af TDR Capital, sem er leiðandi fjárfestingafélag í Evrópu, við yfirtöku veitingastaða frá Mitchells & Butlers plc í nóvember 2010. Sameinað félag mun kallast Stonegate Pub Company Limited og verður TDR Capital aðaleigandi félagsins. Kaupþing og Commerzbank munu vera minnihlutaeigendur og á meðal lánadrottna sameinaðs félags. Eftir samrunann verður Stonegate stærsta einkarekna veitingahúsakeðja Bretlands með 560 veitingastaði, yfir 10.000 starfsmenn og tæplega hálfs milljarðs punda ársveltu. Það er mat skilanefndar Kaupþings að samruninn styrki stöðu félagsins og sé mun betri kostur fyrir bankann og þar með kröfuhafa en sala á seinni stigum. Deloitte og Slaughter & May voru utanaðkomandi ráðgjafar Kaupþings í þessum viðskiptum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar segir að við fjárhagslega endurskipulagningu í júlí 2009 urðu Kaupþing og Commerzbank ráðandi hluthafar í Town & City. Siðan þá hafa hluthafar félagsins fjárfest og stutt við reksturinn en þær aðgerðir hafa aukið verðmæti félagsins og skilað góðri ávöxtun en rekstur T&C hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsstæður. Stonegate var stofnað af TDR Capital, sem er leiðandi fjárfestingafélag í Evrópu, við yfirtöku veitingastaða frá Mitchells & Butlers plc í nóvember 2010. Sameinað félag mun kallast Stonegate Pub Company Limited og verður TDR Capital aðaleigandi félagsins. Kaupþing og Commerzbank munu vera minnihlutaeigendur og á meðal lánadrottna sameinaðs félags. Eftir samrunann verður Stonegate stærsta einkarekna veitingahúsakeðja Bretlands með 560 veitingastaði, yfir 10.000 starfsmenn og tæplega hálfs milljarðs punda ársveltu. Það er mat skilanefndar Kaupþings að samruninn styrki stöðu félagsins og sé mun betri kostur fyrir bankann og þar með kröfuhafa en sala á seinni stigum. Deloitte og Slaughter & May voru utanaðkomandi ráðgjafar Kaupþings í þessum viðskiptum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira