Viðskipti erlent

Fyrsta Dreamliner þotan lendir í Japan

Fyrsta Dreamliner 787 farþegaþotan sem lendir í Japan kom þangað eftir flug frá verksmiðjum Boeing í Seattle á sunnudagmorgun. Þotan er máluð í litum All Nippon Airways flugfélagsins og var mikil viðhöfn á flugvellinum í Tokyo við komu hennar.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að þessi Dreamliner þota verði sú fyrsta sem fari í almennt farþegaflug. Flugstjórinn sem flaug þotunni frá Seattle, Masami Tsukamoto, var hæstánægður með gripinn og sagði að þeir hefðu notað minna eldsneyti á leiðinni en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi ferðarinar.

Dreamliner þotunni verður prufuflogið á nokkra flugvelli í Japan á næstu dögum en síðan hefst áætlunarflug með henni.

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa Boeing verksmiðjurnar átt í ítrekuðum vandræðum með hönnun og smíði Dreamliner. Upphaflega áttu þær að koma á markaðinn í maí árið 2008 eða fyrir þremur árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×