Örvænting ríkir á öllum mörkuðum 11. júlí 2011 14:00 Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira