Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu 11. júlí 2011 10:24 Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira