Viðskipti erlent

Viðsnúningur reyndist svikalogn, staðan hríðversnar

Viðsnúningurinn á mörkuðum í morgun reyndist svikalogn. Utanmarkaðsviðskipti í morgun gáfu til kynna að markaðir vestanhafs myndu opna í grænum tölum en það hefur snúist við og nú sýna þessi viðskipti að opnunin verður í rauðum tölum.

Sem stendur mun Dow Jones og Nasdag opna með um 1% falli. Á sama tíma er fer staðan á mörkuðum í Evrópu hríðversnandi. Eftir að hafa opnað í litlum plús er FTSE vístalan í London nú í mínus 3,7%, Dax í Frankfurt er komin í mínus 5,3% og cac 40 í París er í mínus 3,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×