Viðskipti erlent

Olíuverðið hrapar áfram, gullverðið hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu heldu áfram að hrapa á mörkuðum heimsins. Bandaríska léttolían er komin niður í 78 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 3,65% í morgun. Brent olían er komin í rúma 100 dollara á tunnuna og hefur einnig lækkað um tæp 4% í morgun.

Ekkert lát er hinsvegar á verðhækkunum á gulli og stefnir verð þess nú hraðbyri í átt að 1.800 dollurum á únsuna. Verðið stendur nú í tæpum 1.780 dollurum og hefur hækkað um tæp 4% í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×