Viðskipti erlent

Obama: Við munum komast í gegnum þetta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama gleðst yfir nýjum tölum um atvinnuþátttöku. Mynd/ AFP.
Barack Obama gleðst yfir nýjum tölum um atvinnuþátttöku. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnar nýjum tölum um atvinnuþáttöku/atvinnuleysi sem birtust í Bandaríkjunum í dag. Hann leggur áherslu á að skapa þurfi enn fleiri störf til þess að efnahagslífið blómstri.

Nýju tölurnar sýna að 117 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í júlí og að atvinnuleysið er komið niður í 9,1%. „Við verðum samt að gera enn betur en þetta,“ segir Obama. Hann er samt bjartsýnn vegna þess að tölurnar eru mun vænlegri en spár gerðu ráð fyrir.

„Við munum komast í gegnum þetta. Aðstæður munu batna og við munum ná árangri í sameiningu,“ sagði Obama þegar að hann talaði við hóp bandarískra hermanna sem hafa verið í Írak og Afganistan.

Í frétt Reuters kemur fram að nýju atvinnuleysistölurnar geti slegið á óttan við aðra kreppu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×