Silfuræði runnið á almenning í Danmörku 5. ágúst 2011 08:14 Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á silfri í ár hafa valdið því að silfuræði er runnið á frændur vora Dani. Danskur almenningur hefur leitað í kompum sínum og geymslum að gömlum silfurmunum og erfðasilfri sínu, tekið það fram og pússað af því rykið og síðan arkað með góssið til næsta skartgripasala. Þar er silfrið selt dýrum dómum og margir fara heim með fleiri danska þúsundkalla í vasanum. Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að heimsmarkaðsverð á silfri hefur hækkað um 30% það sem af er árinu. Rætt er við gullsmiðinn Flemming Falck í Frederikssund sem segir að velta sín í gull og silfurkaupum hafi tífaldast milli ára. Hann hafi því opnað sérstaka búð í Árósum þar sem eingöngu er keypt gull og silfur. Að sögn Falck koma margir með silfurgripi til hans sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldu kynslóðum saman en hafa gert lítið annað en safna ryki undanfarna áratugi. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á silfri í ár hafa valdið því að silfuræði er runnið á frændur vora Dani. Danskur almenningur hefur leitað í kompum sínum og geymslum að gömlum silfurmunum og erfðasilfri sínu, tekið það fram og pússað af því rykið og síðan arkað með góssið til næsta skartgripasala. Þar er silfrið selt dýrum dómum og margir fara heim með fleiri danska þúsundkalla í vasanum. Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að heimsmarkaðsverð á silfri hefur hækkað um 30% það sem af er árinu. Rætt er við gullsmiðinn Flemming Falck í Frederikssund sem segir að velta sín í gull og silfurkaupum hafi tífaldast milli ára. Hann hafi því opnað sérstaka búð í Árósum þar sem eingöngu er keypt gull og silfur. Að sögn Falck koma margir með silfurgripi til hans sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldu kynslóðum saman en hafa gert lítið annað en safna ryki undanfarna áratugi.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira