Viðskipti erlent

Martröðin heldur áfram á hlutabréfamörkuðum

Martröðin á hlutabréfamörkuðum heimsins hélt áfram í nótt en þá hröpuðu vísitölur á Asíumörkuðum. Það kom í kjölfar versta dagsins á Wall Street síðan í botni fjármálakreppunnar fyrir rúmum tveimur og hálfu ári síðan.

Dow Jones vísitalan féll um yfir 5% í gærkvöldi og Asíumarkaðir fylgdu lit í nótt. Nikkei vísitalan í Japan féll um  3,4% og Hang Seng vístitalan í Hong Kong féll um 5%.

Búist er við að markaðir í Evrópu muni allir opna í rauðum tölum í dag. Ástæðan fyrir þessu eru áhyggjur af efnahagsmálum í Bandaríkjunum og skuldakreppan á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×