Uppsveifla á mörkuðum 10. ágúst 2011 08:02 Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira