Viðskipti erlent

Ástandið í Líbíu lækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið í morgun. Tunnan af Brentolíunni hefur lækkað um 3 dollara og er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna. Þetta er lækkun um 2,6%.

Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað en ekki eins mikið. Léttolían lækkar um 1,7% prósent og stendur nú í rúmum 81 dollar á tunnuna.

Ástæðan fyrir þessum verðlækkunum eru miklar væntingar um að valdaferli Muammar Gaddafi í Líbíu sé lokið og að olíuútflutningur frá landinu muni brátt hefjast að nýju af fullum krafti. Það þýðir að um milljón tunnur á dag koma inn á markaðinn eftir nokkra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×