Viðskipti erlent

Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er í heimsókn í Kína. Mynd/ AFP.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er í heimsókn í Kína. Mynd/ AFP.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar.

Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×