Tölur á mörkuðum lækkuðu í morgun 12. september 2011 12:04 mynd úr safni Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. Enska FTSE vísitalan féll um tvö og hálft prósent í morgun, franska úrvalsvísitalan um heil fimm prósent og þýska Dax vísitalan um þrjú og hálft, en lækkunin hefur að örlitlu leyti gengið til baka þegar leið á morguninn. Lækkunin kemur í kjölfar rauðra talna á mörkuðum hinumegin á hnettinum í Asíu og Eyjaálfu fyrr í nótt. Það voru einkum hlutabréf banka sem féllu í verði, en stærstu bankar Frakklands og Þýskalands horfðu upp á blóðbað þegar bréf þeirra féllu um átta til tíu prósent við opnun markaða í morgun. Stærsta ástæðan fyrir þessu snarpa verðfalli eru þungar áhyggjur fjárfesta af því að greiðslufall verði á skuldum Gríska ríkisins, og að skuldastaða Ítala hafi versnað, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskiptaráðherra þjóðverja fullyrti til að mynda að ekki væri hægt að útiloka möguleikann á að Grikkir stæðu ekki við skuldbindingar sínar, en aðalritari ríkisstjórnarflokksins frjálsra femókrata í Þýskalandi ljáði í dag máls á því að Grikkir þyrftu að yfirgefa myntsamstarf evruríkjanna. Evran hefur einnig veikst gagnvart stærstu gjaldmiðlum heims vegna þessa og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í tíu ár. Ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf hefur hins vegar lækkað og er í sögulegu lágmarki, því fjárfestar líta á bréfin sem örugga fjárfestingu og leita því í þau þegar hætta steðjar að á mörkuðum. Þessi þróun fylgir á eftir rauðum tölum fyrir helgi, en það var afsögn aðalhagfræðings evrópska seðlabankans sem kom óróa af stað þá. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. Enska FTSE vísitalan féll um tvö og hálft prósent í morgun, franska úrvalsvísitalan um heil fimm prósent og þýska Dax vísitalan um þrjú og hálft, en lækkunin hefur að örlitlu leyti gengið til baka þegar leið á morguninn. Lækkunin kemur í kjölfar rauðra talna á mörkuðum hinumegin á hnettinum í Asíu og Eyjaálfu fyrr í nótt. Það voru einkum hlutabréf banka sem féllu í verði, en stærstu bankar Frakklands og Þýskalands horfðu upp á blóðbað þegar bréf þeirra féllu um átta til tíu prósent við opnun markaða í morgun. Stærsta ástæðan fyrir þessu snarpa verðfalli eru þungar áhyggjur fjárfesta af því að greiðslufall verði á skuldum Gríska ríkisins, og að skuldastaða Ítala hafi versnað, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskiptaráðherra þjóðverja fullyrti til að mynda að ekki væri hægt að útiloka möguleikann á að Grikkir stæðu ekki við skuldbindingar sínar, en aðalritari ríkisstjórnarflokksins frjálsra femókrata í Þýskalandi ljáði í dag máls á því að Grikkir þyrftu að yfirgefa myntsamstarf evruríkjanna. Evran hefur einnig veikst gagnvart stærstu gjaldmiðlum heims vegna þessa og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í tíu ár. Ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf hefur hins vegar lækkað og er í sögulegu lágmarki, því fjárfestar líta á bréfin sem örugga fjárfestingu og leita því í þau þegar hætta steðjar að á mörkuðum. Þessi þróun fylgir á eftir rauðum tölum fyrir helgi, en það var afsögn aðalhagfræðings evrópska seðlabankans sem kom óróa af stað þá.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira