Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Hafsteinn Hauksson skrifar 23. september 2011 12:23 Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira