King segir hættu á mestu kreppu allra tíma 7. október 2011 07:55 Mynd/AP Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira