Viðskipti erlent

Hlutabréf í Apple hækka eftir andlát Jobs

Steve Jobs.
Steve Jobs.
Svo virðist sem viðskiptalífið taki andláti Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra og hugmyndafræðings Apple, með stóískri ró. Sumir óttuðust að hlutabréf í Apple myndu lækka þegar hlutabréfamarkaðir í Bandríkjunum opnuðu í dag. Það fór þó ekki þannig, heldur hækkuðu bréfin lítillega, eða um tæpt prósent.

Steve lést í gær en hann var með krabbamein í brisi. Þessi goðsagnakenndi forstjóri hefur gjörsamlega snúið rekstri Apple við á síðustu tíu árum. Þannig hafa verðbréf í fyrirtækinu hækkað um rétt rúmlega 400 prósent. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um þrjátíu prósent bara á síðasta ári, sem telst framúrskarandi árangur í viðskiptaheiminum.


Tengdar fréttir

Steve Jobs látinn

Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma.

Minnast spámannsins í rúllukragabolnum

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. "Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það,“ segir forsetinn um forstjórann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×