Neyðarfundur hjá ríkisstjórn Grikklands 1. nóvember 2011 22:59 Það er margvísleg vandamál hjá grísku ríkisstjórninni þessa dagana. Hún reynir nú allt til þess að afstýra þjóðargjaldþroti. Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands er nú á neyðarfundi vegna vaxandi pólitískrar óvissu í landinu í kjölfar tilkynningar um að niðurskurðaráform stjórnvalda muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Þjóðhöfðingjar um gjörvalla Evrópu hafa í dag lýst yfir áhyggjum sínum af þeirri óvissu sem skapast hefur um stöðu landsins í kjölfar ákvörðunarinnar um að þjóðaratkvæðagreiðslu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í ávarpi í dag. Verð hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkaði skarplega, um þrjú til fimm prósent, þó meira í Evrópu. Viðbrögð markaða við stöðunni sem upp er komin í Grikklandi virðast vera þau að fjárfestar trúa tæpast öðru en að miklar niðurskurðartillögur stjórnvalda verði felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóhöfðingjar á evrusvæðinu samþykktu á dögunum að stækka björgunarsjóð ESB úr 440 milljörðum evra í þúsund milljarða til að bregðast við vaxandi vanda vegna mikilla ríkisskulda og vanda banka. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands er nú á neyðarfundi vegna vaxandi pólitískrar óvissu í landinu í kjölfar tilkynningar um að niðurskurðaráform stjórnvalda muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Þjóðhöfðingjar um gjörvalla Evrópu hafa í dag lýst yfir áhyggjum sínum af þeirri óvissu sem skapast hefur um stöðu landsins í kjölfar ákvörðunarinnar um að þjóðaratkvæðagreiðslu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í ávarpi í dag. Verð hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkaði skarplega, um þrjú til fimm prósent, þó meira í Evrópu. Viðbrögð markaða við stöðunni sem upp er komin í Grikklandi virðast vera þau að fjárfestar trúa tæpast öðru en að miklar niðurskurðartillögur stjórnvalda verði felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóhöfðingjar á evrusvæðinu samþykktu á dögunum að stækka björgunarsjóð ESB úr 440 milljörðum evra í þúsund milljarða til að bregðast við vaxandi vanda vegna mikilla ríkisskulda og vanda banka.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira