Viðskipti erlent

Danske Bank ætlar að segja upp 2.000 starfsmönnum

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur ætlar að segja upp um 2.000 starfsmönnum á tímabilinu 2012 til 2014. Með þessu er ætlunin að spara um 2 milljarða danskra króna eða rúm 42 milljarða króna í rekstrarkostnaði.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar birtingar á uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung í morgun en það var afleitt fyrir bankann. Í fréttum danskra fjölmiðla kemur fram að Danske Bank tapaði tæpum 400 milljónum danskra kr. eftir skatta eða um 8 milljörðum króna. Sérfræðingar höfðu búist við hagnaði upp á tæpar 700 milljónir danskra kr.

Það eru írsku dótturbankar Danske Bank sem eru áfram þungir í skauti og eru að stórum hluta ástæðan fyrir tapinu. Danske Bank hefur þurft að afskrifa stórar upphæðir í lánasöfnum dótturbanka sinna á Írlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×