Viðskipti erlent

Verðbólgan 3% á evrusvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barroso varar við kerfisbundinni kreppu á evrusvæðinu.
Barroso varar við kerfisbundinni kreppu á evrusvæðinu. mynd/ afp.
Verðbólga í evruríkjum nam 3% í síðasta mánuði. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að kerfisbundin kreppa sé á svæðinu.

Hann sagði í Evrópuþinginu í Strasbourg í dag að frekari aðgerðir þyrfti til að fást við kreppuna. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu nemur 2% og því er ljóst að nokkuð er í land með að það náist.

Barroso varar við því að hagvöxtur í evruríkjunum verði áfram lítill og atvinnuleysi verði um 10%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×