Viðskipti erlent

Hlutabréfaviðskipti í Egyptalandi bönnuð

Mikill órói hefur verið í Egyptalandi, undanfarin misseri. Það hefur m.a. komið niður á hlutabréfaverðinu, samkvæmt frásögn BBC.
Mikill órói hefur verið í Egyptalandi, undanfarin misseri. Það hefur m.a. komið niður á hlutabréfaverðinu, samkvæmt frásögn BBC.
Hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, voru bönnuð í dag eftir að hlutabréfaverð hrundi um fimm prósent á innan við klukkutíma. Hlutabréfaverð féll um fjögur prósent í gær. Samtals hefur hlutabréfaverð fallið um 47% á þessu ári í Egyptalandi að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Heimild er til þess í lögum að banna hlutabréfaviðskipt í Egyptalandi tímabundið, ef þörf er talin á því. Hún er óspart nýtt, ef hlutabréf lækka skarplega í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×