Viðskipti erlent

Blóðrauðar tölur á mörkuðum í Evrópu

Úrslit þingkosninganna á Spáni hafa ekkert náð að skapa ró á Evrópumörkuðum nema síður sé. Allar helstu kauphallir álfunnar eru í blóðrauðum tölum frá því að markaðir voru opnaðir í morgun.

Mest er lækkunin á Dax vísitölunni í Frankfurt eða 2,8%. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 2% og Cac 40 vísitalan í París um 2,5%.

Þessar lækkanir koma í kjölfar lækkana á vísitölum á Asíu mörkuðum í nótt en þær lækkanir voru þó snöggtum hófsamari.

Þá benda utanmarkaðsviðskipti í Bandaríkjunum til þess að hið sama verði upp á teningnum þar síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×