Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 21:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira