Viðskipti erlent

S&P lækkar lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins um eitt stig.

Meðal bankanna eru Bank of America, JPMorgan, Goldman Sachs, Barclays og Royal Bank of Scotland.

Þessi lækkun er tilkomin vegna breytinga á matsaðferðum Standard & Poor´s sem staðið hafa yfir undanfarið ár. Þrátt fyrir að lengi hafi verið von á þessari breytingu hjá matsfyrirtækinu olli hún samt því að gengi hlutabréfa í þessum bönkum hefur lækkað í utanmarkaðsviðskiptum í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×