Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í niðursveiflu

Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Asíumarkaðir lokuðu í góðum plúsum í nótt. Hinsvegar hefur FTSE vísitalan í London lækkað um 0,6% í fyrstu viðskiptum dagsins. Dax vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 1,1% og sama lækkun hefur orðið á Cac 40 vísitölunni í París.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×