Íhuga gjaldþrot einstakra ríkja í Bandaríkjunum 21. janúar 2011 09:59 Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira