Viðskipti erlent

Kínverjar semja um kaup á 200 Boeing þotum

Kínverjar hafa samið um kaup á 200 Boeing þotum og er andvirði samningsins talið um 19 milljarðar dollara eða rúmlega 2.200 milljarða kr.

Samningur er hluti af viðamiklum viðskiptum milli Kína og Bandaríkjanna sem ákveðin voru í heimsókn Hu Jintao forseta Kína til Bandaríkjanna í vikunni.

Í frétt um málið á BBC segir að viðskiptin nái til bandarískra fyrirtækja á sviði landbúnaðar, símaframleiðslu og tölvufyrirtækja auk Boeing. Í heild eru viðskiptin 45 milljarða dollara virði og talið að þau muni skapa 235.000 ný störf í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×