Viðskipti erlent

Alcoa opnar uppgjörstímabilið með stæl

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, hagnaðist um 258 milljónir dollara eða 30,5 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Á sama tímabili árið áður var 277 milljóna dala tap á rekstrinum.

Samkvæmt hefðinni kom Alcoa með fyrsta fjórðungsuppgjör ársins en hagnaður félagsins var töluvert umfram væntingar sérfræðinga. Velta félagsins jókst úr 5,4 milljörðum dollara og í 5,7 milljarða dollara milli ára.

Alcoa væntir þess að eftirspurn eftir áli muni aukast um 12% í ár en aukningin nam 13% í fyrra. Þá reiknar Alcoa með að eftirspurnin muni tvöfaldast fram til ársins 2020.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×