Vill LÍÚ sátt um fiskveiðar? Bolli Héðinsson skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun