The Economist: Þýska undrið 17. febrúar 2011 20:00 Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira