Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun 10. febrúar 2011 12:31 Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira