Viðskipti erlent

Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni

Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka.

Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að dönskum bönkum og sparisjóðum hafi fækkað um 37 frá árinu 2007. Það ár voru þeir 159 talsins en í dag eru þeir 121 talsins. Þetta er fækkun upp á yfir 23% að því er segir í tölum frá danska fjármálaeftirlitinu.

Að öllum líkindum mun dönskum bönkum halda áfram að fækka í náinni framtíð að því er segir á business.dk. Ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir framangreinda fækkun banka er Danmörk enn það land í heiminum sem hefur flesta banka miðað við höfðatölu.

Peter Straarup bankastjóri Danske Bank hefur áður sagt að eðlilegt væri að um 60 bankar væru til staðar í landinu eða helmingi færri en þeir eru í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×