Viðskipti erlent

Hafa ekki verið lægri í tvö ár

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ræðir hér við Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna. Fréttablaðið/afp
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ræðir hér við Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna. Fréttablaðið/afp
Peningastefnunefnd Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, tilkynnti í gær að stýrivöxtum yrði haldið í 0,5 prósentum. Vaxtastig hefur nú haldist óbreytt þar í landi í tvö ár.

Þetta var í takti við væntingar. Breska dagblaðið Guardian segir vaxtastig kunna að hækka þegar líður á árið, ekki síst þar sem aukinn þrýstingur sé á vaxtahækkun innan peningastefnunstefndar Englandsbanka í skugga verðbólguskots. Verðbólga mælist nú fjögur prósent, sem er tvöfalt hærra en verðbólgaumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×