Viðskipti erlent

Hafa sett þak á íbúðalánin

SvíþjóðHertar reglur um hámark íbúðalána í Svíþjóð hafa ekki haft áhrif á fasteignamarkað, segir á vef sænska Ríkisútvarpsins.

Síðastliðið haust setti sænska fjármálaeftirlitið reglur um að húsnæðislán í landinu mættu mest miðast við 85% af verðmæti eignar. Markmiðið var að auka vernd neytenda og vinna gegn því að bankar og aðrar lánastofnanir færu að draga að sér nýja viðskiptavini með því að bjóða hærri húsnæðislán. „Nýju reglurnar eiga að hvetja fólk til að takmarka skuldsetningu,“ segir sænska fjármálaeftirlitið.

Þensluástand er nú í sænsku efnahagslífi, hagvöxtur mældist þar 5,5% í fyrra, sá mesti í Evrópu.- pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×