Sameiginleg ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 2. maí 2011 06:00 Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun