Vilja treysta á vind og sól 31. maí 2011 05:30 Norbert Röttgen umhverfisráðherra, Philipp Rösler efnahagsráðherra og Angela Merkel, kanslari þýsku stjórnarinnar. nordicphotos/AFP „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira