Áliðnaður er vanmetinn grunnatvinnuvegur Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar