Skuldaskrímslið étur framtíð okkar 15. júlí 2011 01:00 Giulio Tremonti „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb Fréttir Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb
Fréttir Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira