Upplausn í Ráðhúsi Reykjavíkur Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2011 09:00 Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum. Við þessar aðstæður er það því mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að Reykjavíkurborg skuli enn ekki hafa skilað þriggja ára fjárhagsáætlun til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Slíkri áætlun bar borginni að skila til ráðuneytisins í febrúar sl. samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga. Ótækt er að slík vinnubrögð þekkist hjá langstærsta sveitarfélagi landsins. Fyrir utan þann álitshnekki, sem borgin verður fyrir, er hætta á að hún verði látin sæta viðurlögum vegna óhæfilegs dráttar. Aldrei áður hefur vinna við þriggja ára fjárhagsáætlun tafist svo að ekki hafi náðst að afgreiða hana fyrir sumarleyfi borgarstjórnar. Fyrirspurnum einstakra borgarfulltrúa og fjölmiðla um málið hefur verið svarað með óviðunandi hætti af hálfu oddvita meirihlutaflokkanna og töldu þeir enga þörf á að ljúka umræddri áætlanagerð fyrir sumarfrí þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um að henni hefði átt að vera lokið um miðjan febrúar. Verkstjórn meirihlutansÞriggja ára áætlun er með mikilvægustu stjórntækjum sveitarfélaga við fjármálastjórn. Með slíkri áætlun er mörkuð stefna í fjármálum til þriggja ára og er hún því mikilvægt vinnuplagg fyrir kjörna fulltrúa, embættismenn, fjölmiðla, almenning og aðra sem eru í fjárhagslegu sambandi við borgina. Afar mikilvægt er að slík áætlun liggi fyrir áður en vinna hefst við fjárhagsáætlun næsta árs. Yfirleitt hefst sú vinna á vormánuðum og er því ljóst að vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2012 er nú þegar komin í uppnám hjá Reykjavíkurborg. Þetta er því miður ekki eina dæmið um lélega verkstjórn í Ráðhúsinu um þessar mundir. Borgarbúar hafa þegar fengið að kynnast verkstjórn meirihlutans með upplausn í skóla- og frístundamálum, vandræðagangi í sorphirðu og aðgerðaleysi í umhirðu borgarlóða svo nokkur atriði séu nefnd. Þótt fjármál borgarinnar séu ekki jafn sýnileg og bein þjónusta við borgarbúa getur kæruleysi og sleifarlag í þeim efnum ekki síður haft alvarlegar afleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum. Við þessar aðstæður er það því mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að Reykjavíkurborg skuli enn ekki hafa skilað þriggja ára fjárhagsáætlun til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Slíkri áætlun bar borginni að skila til ráðuneytisins í febrúar sl. samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga. Ótækt er að slík vinnubrögð þekkist hjá langstærsta sveitarfélagi landsins. Fyrir utan þann álitshnekki, sem borgin verður fyrir, er hætta á að hún verði látin sæta viðurlögum vegna óhæfilegs dráttar. Aldrei áður hefur vinna við þriggja ára fjárhagsáætlun tafist svo að ekki hafi náðst að afgreiða hana fyrir sumarleyfi borgarstjórnar. Fyrirspurnum einstakra borgarfulltrúa og fjölmiðla um málið hefur verið svarað með óviðunandi hætti af hálfu oddvita meirihlutaflokkanna og töldu þeir enga þörf á að ljúka umræddri áætlanagerð fyrir sumarfrí þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um að henni hefði átt að vera lokið um miðjan febrúar. Verkstjórn meirihlutansÞriggja ára áætlun er með mikilvægustu stjórntækjum sveitarfélaga við fjármálastjórn. Með slíkri áætlun er mörkuð stefna í fjármálum til þriggja ára og er hún því mikilvægt vinnuplagg fyrir kjörna fulltrúa, embættismenn, fjölmiðla, almenning og aðra sem eru í fjárhagslegu sambandi við borgina. Afar mikilvægt er að slík áætlun liggi fyrir áður en vinna hefst við fjárhagsáætlun næsta árs. Yfirleitt hefst sú vinna á vormánuðum og er því ljóst að vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2012 er nú þegar komin í uppnám hjá Reykjavíkurborg. Þetta er því miður ekki eina dæmið um lélega verkstjórn í Ráðhúsinu um þessar mundir. Borgarbúar hafa þegar fengið að kynnast verkstjórn meirihlutans með upplausn í skóla- og frístundamálum, vandræðagangi í sorphirðu og aðgerðaleysi í umhirðu borgarlóða svo nokkur atriði séu nefnd. Þótt fjármál borgarinnar séu ekki jafn sýnileg og bein þjónusta við borgarbúa getur kæruleysi og sleifarlag í þeim efnum ekki síður haft alvarlegar afleiðingar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar