Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar