Skynsemin 8. september 2011 06:00 Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar