Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar 5. desember 2025 07:46 Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar