Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 5. desember 2025 09:02 Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar