Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda 28. september 2011 00:00 Ræðast við Angela Merkel og Georg Papandreú á fundi í Þýskalandi.nordicphotos/AFP „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira