Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun