Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku 12. október 2011 06:00 Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar