Af sögufölsunarfélaginu 25. október 2011 06:00 Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen)
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun