Ég er kúgaður millistéttarauli! Karl Sigfússon skrifar 10. nóvember 2011 07:30 Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt?
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar